Gúllasréttur – mjög einfaldur og góður

Ég eldaði mjög góðan gúllasrétt, þetta var svona á mörkunum að vera gúllassúpa.  (Bara að bæta við meira af vatni og einni aukadós af góðum tómötum til að gera úr þessu súpu).

Þetta er barnvæna útgáfan mín, sem minnir mig á að ég þarf ekki alltaf að vera með stæla í eldhúsinu, þetta einfalda er alveg möst öðru hvoru.

(Með stælum þá myndi ég nota slatta af chili, karrý, kókóskmólk, jafnvel kóríander, austurlenskan brag).

65477739_990893934635674_3447890743253794816_n

Lykillinn að góðu gúllasi er að sjálfsögðu kjötið.  Ég fékk mitt hjá bændunum á Hálsi, í Kjós, en þau eru með opið í búðinni hjá sér um helgar.

 

 

65960446_2118371735122038_7341293522089148416_n

Gúllas, plain & simple

  • 1/2 kg Gúllas
  • laukur (bara smá því þetta var fyrir börnin)
  • Sveppir, góðann slatta, alln pakkann… skornir í sneiðar
  • Paprika (ég hefði notað græna ef ég hefði átt til)
  • Góðar kartöflur, 5-6 stk, skar þær í 2-3 cm bita ég fékk danskar um daginn sem voru svaka góðar, þessar íslensku hafa ekki verið að gera neitt fyrir mig upp á síðkastið)
  • 1 dós hakkaðir tómatar, ég nota ítalska
  • Vatn, sirka 1 líter eða svo, ekki nojið, fer bara eftir hvað þið viljið hafa hana þykka
  • Salt og pipar og smá sítrónupipar

 

Ég átti ekki paprikuduft, en eflaust ágætt að nota það.

Kjötið var svo svakalega gott að ég þurfti lítið að krydda, saltið og piparinn var nóg fyrir mig.

Ég byrjaði á að svita smá lauk í ólífuolíu og smá smjöri, og léttsteikja kjötið sem ég kryddaði með salti og pipar og svo komu sveppir, bætti við vatni, tómötum og skrælluðum kartöflum og lét malla í 2 klst eða svo, svo stóð þetta á pönnunni í aðra 2 tíma, þar til ég hitaði það upp í kvöldmat.

Borið fram með hrísgrjónum fyrir þá sem vilja, annars finnst mér kartöflurnar duga.

Allt í blóma hér í sveitinni ❤

Screen Shot 2019-06-30 at 12.49.25